top of page
eyJidWNrZXQiOiAicnV2LXByb2QtcnV2aXMtcHVibGljIiwgImtleSI6ICJtZWRpYS9wdWJsaWMvb3JpZ2luYWxfaW

Hvað eru Sögur?

Við erum umvafin Sögum, þær eru í tónlistinni sem við hlustum á,  leiknar á leiksviðum landsins, til sýninga í kvikmyndahúsum og sjónvarpi, í bókum sem við lesum og sögunum sem við segjum.
Sögur er samstarfsverkefni sjö stofnanna
Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.

Á haustin  geta börn í 3. - 7. bekk sent inn í flokkunum:

Dómnefnd fær afhendar innsendingarnar án persónurekjanlegra upplýsinga og velur í hverjum flokki sigurverk sem eru unnin áfram af fagfólki í samstarfi við börnin:
 

  • lag og texti er úsett af útsetjara og flutt af þekktu tónlistarfólki á verðlaunahátíðinni og gefið út á Spotify

  • leikritahandrit er unnið áfram og sett upp af  Borgarleikhúsinu, leikarar eru nemendur á lokaári leiklistarskóla Borgarleikhússins

  • smásögur eru unnar áfram með ritstjóra og gefnar út í bókinni Risastórar smásögur

  • stuttmyndahandrit eru unnin áfram og fara í framleiðslu og sýningu hjá KrakkaRÚV.

Í apríl kjósa börnin það sem þeim finnst hafa skarað fram úr á sviði barnamenningar í kosningu Sagna.

Sögur – verðlaunahátíð barnanna er lokapunkturinn á þessu stóra samstarfsverkefni og fer fram að vori á RÚV ár hvert með pompi og prakt. Þar fá börnin sem eiga sigurverk svaninn, verðlaunagrip Sagna. Einnig er verðlaunað það menningarefni frá liðnu ári sem stóð uppúr hjá börnunum í kosningunni.

Skjámynd 2024-07-07 092555.png
bottom of page