Dagatal Sagna 2025-2026
_edited.png)

Upptökur á stuttmyndunum
Apríl
Sigurhandritin þrjú eru undirbúin, tekin upp og framleidd af KrakkaRÚV. Handritin eru leikstýrð af Rosalie Rut Sigrúnardóttur.
.png)
Kosning Sagna á RÚV
7. - 24. apríl 2026
Kosningin Sagna er opin á vef RÚV á vorin. Börnum boðið að kjósa það sem þeim finnst hafa skarað fram úr á sviði barnamenningar í mörgum mismunandi flokkum, meðal annars lag ársins,texta ársins, bók ársins, myndlýsing ársins, fjölskylduþáttur ársins, sýning ársins, sjónvarpsstjarna ársins, talsett efni ársins og fleiri.

Kosning i bókaverðlaunum barnanna
apríl
Börn í 1 . - 7. bekk kjósa sínar uppáhalds bækur og uppáhalds myndlýsingar á skóla- og almenningsbókasöfnum um allt land og á vef Borgarbókasafnsins. . Fimm efstu íslensku bækurnar í báðum flokkum munu börnin kjósa áfram í kosningu Sagna sem opnar á vef RÚV þann 2. maí.

Upptaka sigurlaganna á RÚV
Maí
Sigurlögin þrjú eru undirbúin og tekin upp í stúdíói á RÚV undir handleiðslu Ingvars Alfreðssonar ásamt söngvurum og tökuteymi RÚV sem fylgist með ferlinu.

Tilnefningarathöfn Sagna
13. maí 2026 í Borgarleikhúsinu
Í maí er tilnefningarhátíð Sagna í Borgarleikhúsinu
þar sem þau fimm hæstu úr kosningunni í öllum flokkum verða tilkynnt.

Krakkar skrifa í Borgarleikhúsinu
22. apríl 2026
Krakkar skrifa verður flutt á Nýja Sviði Borgarleikhússins þann 22. apríl klukkan 17:30 og 20:00 á ýja sviði Borgarleikhússins.
Leikritin verða flutt af leikurum á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins.
%20(1).jpg)
Leikrit á Barnamenningarhátíð
23. apríl 2026
Krakkar skrifa verður sýnt á vegum Barnamenningarhátíðar í Borgarleikhúsinu. Hátíðin býður upp á sýningar og viðburði sem unnir eru fyrir börn eða með börnum. Börn sýna verkin sín og taka að miklu leyti yfir menningarlíf borgarinnar. Frítt er inn á alla viðburði.

Verðlaunahátíð Sagna
30. maí 2026 í Borgarleikhúsinu
Á vorin er Sögur - verðlaunahátíð barnanna haldin með pompi og prakt í og er sýnd í beinni útsendingu á RÚV





.png)





