Innsendingar í Sögur
Börn í 3. - 7. bekk geta sent inn
lag og texta, leikritahandrit, smásögu eða stuttmyndahandrit.
Opið er fyrir innsendingar í Sögum fyrir börn í 3. - 7. bekk í öllum flokkum frá
15. september – 30. nóvember.
Við mælum með að lesa vel upplýsingarnar hér fyrir neðan, styðjast við gátlistann og horfa á kennslumyndböndin með leiðbeiningum sem fylgja hverjum flokki.
Athugið, það má sækja um í fleiri en einn flokk.
Vilt þú senda inn í Sögur?
Smásaga
-
Smásaga er stutt, skálduð saga
-
Hún má fjalla um hvað sem er
-
Hún má vera á bilinu 400-800 orð
-
Það má ekki skila inn handskrifaðri sögu
-
Mikilvægt er að skila smásögunni inn á Word eða PDF skjali
-
Mynd sem lýsir atviki í sögunni, þarf að fylgja, hún verður notuð til að skreyta söguna þína
-
Myndin þarf að vera á rafrænu formi og í 300 punkta upplausn
-
Höfundar, sem eiga sögur sem valdar eru af dómnefnd fá tækifæri til að sitja með teiknara og rithöfundi sem gefa þeim góð ráð
-
Sögurnar eru gefnar út rafrænt af Miðstöð menntunar og skólaþjónustu á vorin
-
Nokkur eintök fara í prentun og fá höfundar bókina senda bæði heim til sín og á skólabókasafnið sitt
-
Þú getur smellt hér til að hlaða niður gátlista til að hafa þér til hliðsjónar við gerð smásögunnar þinnar
Hér til hliðar er leiðbeiningamyndband um hvernig maður skrifar smásögu sem við hvetjum þig til að horfa á.
Leikritahandrit
-
Leikritahandrit er saga sem er leikin af leikurum
-
Leikritahandritið má fjalla um hvað sem er
-
Í handritinu er mikilvægt að hafa:
áhugavert sögusvið - hvar gerist leikritið?
sögupersónur - hverjir eru í leikritinu?
spennandi söguþráð - hvað gerist í leikritinu? -
Höfundur má gjarnan hafa óvenjulegt sögusvið
-
Þú mátt gjarnan hafa margar (10-15) sögupersónur
-
Lengd handritsins á að vera um 4-10 blaðsíður
-
Leikritahandrit er ekki einn langur texti
-
Leikritahandrit skiptist í samtöl og lýsingar
samtöl er þegar persónur tala saman
lýsingar eru lýsing á aðstæðum eða atburðum -
Handritið má ekki vera handskrifað
-
Mikilvægt er að skila handritinu inn á Word eða PDF skjali
-
Handritin þurfa ekki að vera fullkomin eða alveg tilbúin
-
Sigurhandritin verða sett á svið í Borgarleikhúsinu og eru leikin af nemendum á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins
Hér til hliðar er leiðbeiningamyndband um hvernig maður skrifar leikritatandrit sem við hvetjum þig til að horfa á.
Lag og texti
-
Lag og texti eiga bæði að vera frumsamin
-
Lagið má fjalla um hvað sem er
-
Lagið á að vera um það bil 1 -3 mínútur í flutningi
-
Æskilegt er laginu sé skilað á mp3-hljóðskrá
-
Ef lag er sent inn án undirleiks væri frábært að heyra smell í fingrum eða eitthvað sem gefur til kynna taktinn í laginu
-
Textinn má ekki vera handskrifaður
-
Texti lagsins skal fylgja með á Word eða PDF skjali
-
Þau lög sem eru valin verða útsett og tekin upp í hljóðveri RÚV með aðstoð fagfólks
-
Valinn er atvinnusöngvari til að flytja lagið
-
Sigurlögin eru flutt á verðlaunahátíðinni og gefin út á Spotify
Hér til hliðar er leiðbeiningamyndband um hvernig maður skrifar lag og texta sem við hvetjum þig til að horfa á.
Stuttmyndahandrit
-
Stuttmynd er stutt bíómynd
-
Stuttmynd er leikin fyrir myndavél
-
Stuttmynd er tekin upp í mörgum bútum og sett saman
-
Stuttmyndir eru sýndar í sjónvarpi eða í kvikmyndahúsum
-
Hún má fjalla um hvað sem er
-
Handritið á að vera um það bil 4-5 blaðsíður að lengd
-
Stuttmyndahandrit eru ekki einn langur texti
-
Textinn skiptist í samtöl og lýsingar
-
Handritið má ekki vera handskrifað
-
Mikilvægt er að skila handritinu inn á Word eða PDF skjali
-
Í handritinu er mikilvægt að hafa:
áhugavert sögusvið - hvar gerist stuttmyndin?
áhugaverðar sögupersónur - hverjir eru í stuttmyndinni? spennandi söguþráð - hvað gerist í stuttmyndinni? -
Sigurhandritin eru unnin áfram af fagfólki á RÚV og verður stuttmyndin aðgengileg á spilara KrakkaRÚV
Hér til hliðar er leiðbeiningamyndband um hvernig maður skrifar stuttmyndahandrit sem við hvetjum þig til að horfa á.