Leikritahandrit
Dómnefnd á vegum Borgarleikhússins velur efnilegustu leikritahandritin
sem flutt eru á sviði Borgarleikhússins. Það eru nemendur á lokaári Leiklistarskóla Borgarleikhússins sem leika og listrænir stjórnendur sýninganna eru starfandi listamenn við Borgarleikhúsið. Börn sem eiga sigurhandrit fá að fylgjast með æfingaferlinu. Ferlið hefst á því að þau eru boðuð í vinnusmiðju með leikstjórum þar sem handritin eru unnin áfram. Næst eru þau boðin á fyrsta samlestur með leikurum og eru að lokum boðin á sýninguna sjálfa.
Börnin sem eiga sigurhandritin fá Svaninn, verðlaunagrip Sagna, sem veittur er á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna í beinni útsendingu hjá RÚV að vori.
Hér að neðan er hægt að horfa á myndbönd og skoða myndir frá sýningum, njótið vel!
Sigurhandrit 2023 - 2024:
Anna og óveðrið
Handritshöfundur: Þórunn Erla Gunnarsdóttir.
Leikritið Anna og óveðrið fjallar um Önnu sem býr í Skýjaborg.Hún fer með vinum sínum yfir í Brælubæ til að stoppa Storm. Stormur stýrir veðrinu og vill alltaf hafa storm.
Dagbókin
Handritshöfundar: Bryndís Eir Sigurjónsdóttir, Bryndís Karlsdóttir Schram, Katla Einarsdóttir og Vigdís Brynjólfsdóttir.
Leikritið Dabókin fjallar um tvær vinkonur sem finna dagbók uppi á háalofti. Í dagbókinni er sagt frá því hvernig hægt er að sá álfa og huldufólk. Álfarnir frétta af þessu reyna að hindra þær í að segja frá Dagbókinni, því annars eru þeir ekki ósýnilegir meir.
Miðvikudaginn 25. október 2023 voru Anna og óveðrið og Dabókin flutt á sviði Borgarleikhússins við frábærar undirtektir.
Nemendur á lokaári í Leiklistarskóla Borgarleikhússins ljáðu persónum verkanna líf undir dyggri stjórn Ylfu Aspar Áskelsdóttur og Bergdísar Jóhannsdóttur.
Sigurhandrit 2022 - 2023:
Dularfulla húsið
Handritshöfundar: Emilía Sif Sigþórsdóttir og Karítas Rós Jensdóttir
Leikritið er um dularfullt hús. Börn fara úr skólanum til að kanna húsið og finna út að inni í húsinu er ekki allt eins og það á að vera.